Þvottaleiðbeiningar

Við leggjum mikla áherslu á að handþvo brjóstahaldara, braletta, samfellur, aðhaldsfatnað og fleira. Endingin getur margfaldast ef þú gefur flíkinni smá ást og handþværð allar flíkur sem hafa teygju (elastine, lycra) eru fljótar að láta á sjá ef þær eru settar í þvottavél í mikinn hita (yfir 40°c) og mikla vindu. Teygjan slitnar, flíkin missir notagildið og lögunin breytist. 

Þvottaefnin sem við bjóðum upp á er sérstaklega hannað til að fara vel með blúndur og teygjur.

Við höfum sett saman nokkur þægileg skref til að sýna hvað það er auðvelt að handþvo. Settu bara flíkina í bala á meðan þú ferð í náttföt, burstar tennurnar og gerir húðrútínuna þína og málið er dautt.

Við mælum með að þvo eftir 3 – 4 hverja notkun en auðvitað fer það líka eftir hvað er verið að gera. Ekki þvo of sjaldan af því húðfita, sviti, krem og annað sem við setjum á okkur eyðir upp efninu og lygt getur fest í. 


Add a caption to enhance the meaning of this image.