Algengar spurningar

  • Af hverju að mæla, ég veit stærðina mína?

Ef þú ert ekki með nýlega skráningu hjá okkur eða hefur aldrei verslað hjá okkur áður viljum við endilega fá að mæla. Stærðirnar eru ekki staðlaðar og stærðirnar oft mjög breytilegar á milli merkja. Við breytumst líka með tímanum og sérfræðingar úti í heimi segja að það þurfi að mæla á 6 mánaða fresti. Okkur finnst gott að miða við c.a ár svo það auðvitað breytilegt eftir hverjum og einum.

Mæling er viðmið og góð byrjun á brjóstahaldaraferðalaginu. Það er ekki þar með sagt að fyrsti verði hinn eini sanni þannig að það er gott að vera undirbúin undir að máta allavega nokkra, svo auðvitað ef þú ert í stuði geturu fengið HELLING! :D

  • Þarf að panta tíma í mælingu?

Það þarf ekki að panta tíma hjá okkur í mælingu. Bara mæta á staðinn með nægan tíma og góða skapið ;) Við reynum að láta einn starfsmann fylgja einum viðskipta vini eins og hægt er, en oft er mikið að gera þá hjálpumst við að svo allir fari alsælir út frá okkur.

  • Hvernig finn ég mína stærð?

Það er að sjálfsögðu best ef þú kemst til okkar í mælingu þá færðu alla fræðsluna frá okkur nördunum og getur spurt okkur spjörunum úr. Ef þú kemst ekki til okkar þá er það heldur ekkert stórmál. Kíktu bara á þessa síðu og hún leiðir þig áfram: Finndu þína stærð

  • Hvernig fer mæling fram?

Við mælum yfir fötin þín helst eitthvað þunnt eins og bol eða kjól svo það sé ekki of mikið að þvælast fyrir. Það er best að vera í haldara eða topp á meðan mælt er en auðvitað reddast allt ef það er ekki fyrir hendi. Þið eruð jú líklega komin til okkar til að splæsa í þannig ;) Við sirkum ykkur úr eftir bestu getu og sækjum einn eða tvo til að byrja að máta. Hægt og rólega komumst við svo að niðurstöðu. Endilega segðu okkur hvað það er sem þú ert að leita að, það hjálpar okkur að komast fyrr að niðurstöðum en... vertu líka tilbúin að prófa eitthvað sem við mælum með fyrir þig, kannski detturu niður á eitthvað sem þú hafðir aldrei spáð í að máta.

  • Hvernig panta ég?

Nýja vefsíðan okkar er ný komin í loftið. Aðeins brot af vörunum eru komnar hérna inn á en við munum hratt og örugglega bæta við ölu úrvalinu. Ef þú ert að leita að einhverju sérstöku það eru einhver vandræði getum við afgreitt í gegnum síma 551-3366 þegar það er opið sent okkur e-mail á misty@misty.is eða sent okkur skilaboð á samfélagsmiðlum. 

  • Get ég skilað vöru?

Í langflestum tilvikum er hægt að skipta og skila vörum. Ef þú finnur þér ekkert annað sem þig langar í hjá okkur þá endgreiðum við kaupin. Oft ráðleggjum við að fara heim og máta betur án þess að taka miðana úr og koma svo bara aftur ef þið eruð ekki alveg sátt. Þannig að þú getur keypt þrjá haldara, náttföt og sundföt án þess að máta og komið og fengið allt endurgreitt, helst greitt með kreditkorti svo við getum auðveldlega bakfært...annars reddum við öllu. Allavega viljum við ekki að fínu vörurnar okkar liggi ónotaðar í skúffunni heima hjá þér.

Skilyrðin eru þau að varan sé ónotuð, í upprunalegu ástandi, með tilheyrandi merkingum áföstum og gegn framvísun kvittunar. Skilafesturinn eru 15 dagar, sérstök tilvik metin hverju sinni.

  • Er hægt að láta mig vita ef vara sem ég er að bíða eftir kemur?

Já það er hægt. Ef varan er í áframhaldandi framleiðslu getum við yfirleitt útvegað hana aftur. Ef þú ert í versluninni getum við sett þig á pöntunarlistann og við hringjum svo þegar varan er komin í hús. Þú getur einnig hringt eða sent e-mail með upplýsinum og við setjum þig á listann.

  • Hvað þýðir það að vera á skrá hjá ykkur?

Það er algjör snilld að vera á skrá hjá okkur, þá setjum við inn vörurnar sem þú kaupir undir kennitöluna ykkar og getum flett upp næst þegar þú kemur. Þú þarft ekki að muna merkið, stærðina, týpuna eða neitt. Svo er það líka mjög þægilegt ef einhver vill gleða þig með gjöf.

  • Hvernig get ég haft samband við ykkur?

Það er alltaf hægt að hringja í okkur á opnunartíma 551-3366. Einnig er hægt að senda okkur e-mail á misty@misty.is svo auðvitað samfélagsmiðlanir Facebook, Instagram og Snapchat, þar heitum við Misty.is