Um okkur

Við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við bjóðum upp á breitt vöruúrval af undirfötum, náttfatnaði, aðhaldsfatnaði, sundfatnaði, lausnir undir sparifötin og fleira. Skálastærðirnar okkar frá A-KK og ummál 28-48. Við sérhæfum okkur í stærðum sem ekki fást allstaðar, hvort sem það eru stórar skálar með lítið ummál, litlar skálar með stóru ummáli eða stórar skálar með stærra ummál. Við erum duglegar að fara á sýningar erlendis til að hitta birgjana okkar, skoða efnin, kynna okkar nýjungar og tískuna sem er í gangi til að geta boðið upp á það besta. 

Þó að við séum staðsett í Reykjavík erum við mjög heppnar að eiga dyggan viðskiptavinahóp á landsbyggðinni og gerum okkar besta að þjónusta alla sem komast ekki til okkar í verslunina. Við sinnum sjálf heimsendingum á höfuðborgarsvæðinu og notum Dropp eða Póstinn til að flytja vörur til ykkar á landsbyggðinni.


Shop Now

Sagan okkar

Misty hefur verið starfrækt frá árinu 1981, en einn eigendanna, Bjarma Didriksen rakst á undirfataverslun sem hét Fatadeildin sem þá var í eigu Maríu Halldórsdóttur Laxnes, þar sem hún var mæld og fékk loksins sína réttu stærð. María hafði síðan áhuga á að selja reksturinn og þá sló Bjarma til og byggði upp verslun sem lagði mikla áherslu góða þjónustu og að eiga stærðir fyrir allar konur. Þann 19. október 2002 brann verslunin þar sem hún var staðsett á Laugavegi 40.

Eftir brunann vildi Bjarma ekki halda áfram rekstri en systir hennar Rúna Didriksen sannfærði hana um að halda áfram og hófu þær þá samstarf. Eftirspurnin var mikil og fljótlega var ákveðið að leigja stærra húsnæði á Laugavegi 178. Eftir brunann sameinaðist Misty skóverslun sem hafði verið í eigu fjölskyldunnar frá 1968, fékk hún þá nafnið Misty skór. Árið 2017 var ákveðið að hætta með Misty skó og heitir verslunin í dag einfaldlega Misty.


lesa meira

Undir lok ársins 2012 fórum við að bjóða upp á skráningar á kaupum. Þetta gerðum við til að auka þjónustu við viðskiptavini svo ekki væri þörf á að muna stærðir eða annað heldur væri allt geymt í kerfinu okkar. Þetta hefur reynst okkur gríðarlega vel, auðveldað viðskiptavinnum næstu kaup og auðvitað snilld fyrir þá sem vilja gleðja sína með fallegri óvæntri gjöf. 

Gríðarleg reynsla hefur upp safnast á öllum þessum tíma og erum við stolt að kalla okkur sérfræðinga í faginu. Markmiðið okkar er að miðla okkar þekkingu til ykkar þannig að hversdagleikinn verði þægilegri, spari dressið ennþá flottara og sjálftraustið í botni ;)