Scoop the Boob

Að klæða sig í brjóstahaldara er ekki það sama og að klæða sig í brjóstahaldara... það þarf réttu tæknina ;)

Það sem þú gerir


  1. Taktu með annari hendinni utan um bandið neðan frá undir hendinni, eða spöngina sjálfa.

  2. Með hinni hendinni farðu ofan í skálina, eins langt og þú kemst.

  3. Á sama tíma dragðu brjóstið að þér og bandið aftur á bak.


Afhverju Scoop the Boob?

Þetta er kannski ekki mjög fræðilegt heiti yfir þessa aðferð en það er skemmtilegt að segja þetta.

Þetta kemur mörgum ykkar á óvart þegar þið standið inn í mátunarklefa hjá okkur og við segjum ykkur að „setja brjóstin inn í haldarann“. Jú við viðurkennum það þetta hljómar alveg pínu skrítið en þegar við hugsum útí þetta þá meikar þetta alveg sens (ef við megum sletta aðeins).

Við erum ekki gerð úr postulíni, holdið er mjúkt og við þurfum að færa aðeins til ef við viljum að brjóstin sitji rétt í haldaranum, fylli út í skálina og að spöngin fari almennilega framhjá viðkvæma brjóstavefnum sem er undir hendinni. Þetta á jafn við alla, sama hvaða stærðir, sílíkon brjóst eða náttúruleg. Jú jú það þarf mismikið til en þetta þarf, prófaðu bara :D

Það sem þú ert að gera við þessa aðferð er bæði að setja brjóstin vel inní skálina en líka að draga auka rými í bakið, þetta gefur þér nefnilega nokkra vel þegna millimetra í ummálinu. Í stóra samhenginu, þá ertu sjá til þess að haldarinn þinn sé þægilegur á þér lengur og hver vill ekki gera allt til að lengja endinguna á haldaranum sínum? Nei við bara spyrjum.   

Svo oft sem konur hafa staðið inn í mátun og viljað fá víðari haldara með minni skálum þangað til við prófum spá „Scoop the Boob“ og *POOF* haldarinn er fullkominn.

Ef þú last þetta alveg í gegn þá eru heppin/n af því þetta er stóra brjóstahaldara leyndarmálið!