Finndu þína stærð

Það sem þú gerir 

  1. mælir þétt undir brjóst (þar sem þú ert minnst)
  2. mælir mjög laust yfir brjóst (þar sem þú ert breiðust

ATH – Vertu í þunnum haldara eða topp á meðan þú mælir. Annars kemur mælingin kolröng út

Við getum reiknað út skálastærðina þína ef þú sendir okkur málin þín. Það gefur okkur nokkuð góða mynd hvar væri best að byrja. Mæling er alltaf viðmið og svo er mikilvægt að sniðið sé rétt og haldarinn sé rétt stilltur.

Sendu okkur á misty@misty.is eða á samfélagsmiðlana okkar Facebook, Snapchat eða Instagram. Þú finnur okkur undir Misty.is. Hlökkum til að heyra í þér!

Senda skilaboð

Hvernig á haldarinn að vera?


1. Ummálið (bandið)

Ummál haldarans skiptir höfuð máli, það á að sjá um 80% af stuðningnum. Ef ummálið er of laust hvílir meiri þyngd á öxlunum, hlýrar líklegri til að renna útaf og þú ert stöðugt að laga haldarann. Þegar þu kaupir þér nýjan haldara, passaðu að hann sitji vel þétt undir brjóstum og sé kræktur í ysti krækjurnar. Ummálið gefur alltaf eftir með notkun og við viljum endilega að hann nýtist þér sem lengst.

     Merki um að bandið sé of vítt:

  • Ef haldarinn skríður upp að aftan

  • Ef brjóstin kíkja undan þegar þú teygir hendurnar upp

  • Ef spangirnar sitja ekki upp við bringubeinið

2. Hlýrarnir

Hýrarnir sjá um 20% stuðningsins. Það er fátt meira pirrandi en að þurfa alltaf að vera að laga hlýrana yfir daginn. Hlýrar eru í flestum tilvikum hægt að lengja og stilla til þess að einmitt til þess að þér líði sem best. Ef þú ert í vitlausri stærð geta hlýrarnir verið þínir verstu óvinir.

     Merki um að skipta um stærð eða endurnýja

  • Þegar hlýrarnir eru komnir í þrengstu stöðu og bandið á haldaranum fylgir með

  • Þegar hlýrarnir eru alltaf að renna útaf öxlunum

  • Þegar hlýrarnir borast ofan í axlirnar

3. Skálarnar

Þegar við tölum um brjóstahaldara með spöngum skiptir sérstaklega miklu máli að spangirnar sitji á réttum stað. Við viljum að allur brjóstavefurinn rúmist fyrir inni í skálinni og sitji þétt upp við bringuna. Flestar miðum við við að vera með ekki fleiri en tvö brjóst og þá þarf skálin að vera í réttri stærð.

      Merki um að skálin sé of stór

  • Spöngin nær of langt aftur þannig að hún potist og meiði

  • Skálin pokar að framan báðum megin. Ef það er bara öðru megin þá verður skálin fyrir neðan lílega of lítil á stærra brjóstið, alltaf taka mið af stærra brjóstinu, það ræður.

  • ATH það er aldrei hægt að ákveða að skálin sé of stór nema sé búið að gera „Scoop the Boob“ aðferðina. Við erum ekki gerðar úr postilíni og þurfum alltaf að draga brjóstin betur inn í skálina.