Ertu feimin og þorir ekki í mælingu?
svona er ferlið

Við erum öllu vanar

Það er algjör óþarfi að vera feimin við að koma í mælingu en það er auðvitað mjög skiljanlegt að líða berskjaldaður í þessum aðstæðum. Þú mátt vera viss um að við erum öllu vanar og gerum okkar besta að mæta þér með 100% skilning og varkárni. 

Yfirleitt viljum við fylga þér beint inn í mátunarklefa, leyfa þér að hengja af þér. Við mælum yfir flíkina sem er næst þér (gott að fara úr úlpum, jökkum og þykkum peysum). Tökum þétt mál undir brjóst og laust mál yfir brjóst, eða bara undir brjóst og vel reynda augað sirkar á skálastærðina. Við fáum upplýsingar frá þér hvað þú ert að leita að og svo náum við 1-2 haldara til að byrja á. 

Stundum er fyrsti alveg nákvæmlega það sem þú ert að leita að en stundum tekur það nokkra haldara að finna þann eina rétta. Þú mátt vera viss um að þú ert aldrei “með vesen” ef við þurfum að sækja fleiri eða með samviskubit yfir að vera að “máta alla búðina” bara alls ekki - og trúðu mér þú þyrftir marga daga ef þú ætlaðir að máta alla búðina ;)

Það er ástæða fyrir því að nánast allur lagerinn okkar er á bak við, við viljum fá að fylgja þér eftir þangað til þú ert 100% sátt. Undirfatavörumerkin okkar eru rúmlega 20 talsins og koma úr öllum áttum, það var væri nánast ógerlegt fyrir nýliða að ætla að klóra sig í gegnum allt úrvalið - ÚFF.

Það sem við gerum

Við réttum þér haldara inni í klefa til að máta og biðjum þig að láta okkur vita þegar þú ert komin í svo við getum stillt hann rétt á þig. Við biðjum um leyfi til að fá að kíkja inn þegar þú ert komin í. Við látum þig snúa í áttina að speglinum, förum með höndina ofan í skálina á hliðinni, drögum spöngina aftur og brjóstið fram í skálina eða sýnum þér hvernig þú gerir þetta trix sjálf. Með þessu erum við að tryggja að allur brjóstavefurinn sitji inn í skálinni en ekki kraminn undir spönginni. Ef þetta er ekki gert getur verið að þú farir út í of lítilli skálastærð sem gerir það að þér mun ekki líða vel í haldaranum þegar þú ferð að nota hann. 

Við ráðleggjum alltaf “eftir bókinni” og viljum endilega fá tækifæri til að sýna þér hvernig þetta “á að vera” svo er það upp til þín að ákveða hvernig þú vilt hafa þetta og ef þú vilt breyta til komum við með tillögur á því hvernig best er að gera það.

Þér er að sjálfsögðu frjálst að þyggja ekki aðstoðina, það gerir ferlið aðeins flóknara en við erum allar að vilja gerðar og gerum okkar besta að leiðbeina þér fyrir utan klefann. 

Okkar markmið

  1. Kenna þér að stilla haldarann þannig að þér líði vel, líka þegar þú ert komin heim

  2. Að þú farir sátt og sæl út frá okkur með fallegar vörur

  3. Að þig langi að koma aftur til okkar


Það sem við viljum frá þér

  1. Að þú kemur inn með opnum hug 

  2. Að þú sýnir okkur þolinmæði (stundum þurfum við smá tíma að átta okkur á þér)

  3. Að þú kaupir helling… haha smá djók! Auðvitað kemur það fyrir að maður finnur ekkert sem manni langar í þá er um að gera að reyna aftur síðar, við erum alltaf að fá inn nýjar vörur :)

Þess má geta að stundum er mikið að gera hjá okkur og við náum ekki að fylgja þér eftir frá A-Ö þá erum við allar tilbúnar að stökkva inn í og aðstoða ef þinn starfsmaður er t.d að klára afgreiðslu á kassa. Við hjálpumst allar að og stundum ef okkur finnst við ekki alveg vera að finna það sem þú ert að leita að þá sækjum við aðra sem mögulega finnur það á núll-einni. Team work makes the dream work er það ekki? 

Viltu vera á skrá?

Við bjóðum upp á að setja það sem þú kaupir á skrá hjá okkur þá getum við flett þér upp næst þegar þú kemur eða auðveldar fyrir þann sem langar að gleðja þig með pakka frá okkur ;)

Farðu heim að máta betur

Við mælum með að fara heim með haldarann máta hann betur án þess að taka miðann úr alveg strax. Það er gott að máta undir önnur föt og aðeins að finna hvort hann sé örugglega það sem þú ert að leita að. Svo ef þú ert ekki alveg sátt eftir að þú ert komin heim þá er bara að mæta aftur og við getum bæði skipt eða þú fengið endurgreitt. 

Við vorum að þetta hjálpi þér að komast yfir feimnina að mæta þetta er svo gott þegar þetta er búið. 


Er íþróttahaldari "must"?