Er íþróttahaldari "must"?

Það má spyrja sig hvort íþróttahaldarinn sé nauðsynlegur þegar við erum að rækta kroppinn. Maður kemst mögulega af án hans en það getur verið mis þægilegt hafa brjóstin í "lausu lofti" :P Minni barmurinn kemst oft upp með minni stuðning, netta toppa og svoleiðis en stærri barmurinn þarf yfirleitt góðan stuðning sem neglir allt niður til að trufla ekki æfinguna. 

Dæmi um minni stuðning (low impact sport):

Dæmi um haldara með miklum stuðning (high impact sport):

Sumar konur sleppa því að splæsa íþróttahaldara fyrir hreyfinguna. Nota kannski frekar hversdagshaldarann sinn eða eldri haldara með þröngum topp yfir. Við höfum líka heyrt tvo brjóstahaldara í einu...jæks :P

Ekki er mælt með að nota hversdagshaldarann í hreyfingunni:

  • Haldarinn þinn mun slitna mjög hratt
  • Hlýrarnir teygjast og missa notagildi sitt
  • Ummálið slappast 
  • Efnið í kringum spöngina þynnist

Hversdagshaldarann er heldur ekki hannaður til að fara í þvott eftir hverja notkun en íþróttahaldarinn þarf að öllum líkindum að fara beint í þvott eftir æfinguna og er úr slitsterkara efni sem þolir þvottinn betur. Svitamyndun í bland við svitalyktareyði og önnur krem sem við notum eyða upp efninu í haldaranum.

Stundum er gripið í eldri hversdagshaldara af því hann er "hvort sem er orðinn lélegur" en hvernig á sá haldari að veita þér stuðning í hreyfingunni þegar hann er hættur að gera gagn sem hversdagshaldari?...bara smá pæling.

Íþróttahaldarar hafa oft aðra eiginleika en hversdagshaldarinn:

  • Efni sem bindur ekki raka

  • Stuðning kringum allt brjóstið

  • Snið sem dregur brjóstin að líkamanum

  • Breiða, stillanlega hlýra

  • Jafnvel hægt að setja hlýra í kross fyrir aukinn stuðning

Oft eru líka antibacterial eiginleikar í íþróttahöldurum sem hindrar að svitalykt festist í efninu vegna uppsafnaðra baktería. 

Gott að hafa í huga að eiga mismunandi íþróttahaldara fyrir mismunandi hreyfingu. Þú þarft ekki hlaupahaldarann í jógatímann og svo er ekkert rosa þægilegt að fara í jógatoppnum í hlaupin. 

Mestu máli skiptir auðvitað er að allt passi vel, það á bæði við um lítil og stór brjóst. Húðin fyrir ofan brjóstin er viðkvæm og teygist með tímanum, mikil hopp og skopp geta hraðað því ferli mjög mikið. Við mælum með að koma í mælingu og máta mismunandi íþróttahaldara sem henta hreyfingunni sem þú stundar. Við erum til staðar ef ykkur vantar ráðleggingar.
Ertu feimin og þorir ekki í mælingu?
svona er ferlið