Skilmálar

Þú verslar áhyggjulaus. Vörum frá okkur er í lang flestum tilvikum hægt að skipta og skila (ATH við endurgreiðum). Skilyrðin eru þau að varan sé ónotuð, í upprunalegu ástandi, með tilheyrandi merkingum áföstum og gegn framvísun kvittunar. Skilafresturinn eru 15 dagar, sérstök tilvik metin hverju sinni. Athugið að tilboðsvörum fæst ekki skilað en við skiptum innan viku frá kaupum í aðra tilboðsvöru. Við mælum alltaf með að máta betur heima áður en merkingar eru teknar úr. 

Greiðsla:

Þeir greiðslumátar sem boði eru: 

  • Kortafærslur sem fara í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd og Netgíró

  • Það er hægt að hringja og símgreiðsla með kreditkorti eða með millifærslu þá græjum við kaupin fyrir ykkur, ekki í gegnum heimasíðuna.

Þegar verslað er á netinu:

Á heimasíðu okkar getur þú skoðað úrvalið. Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun, sé varan til. Möguleiki er á að varan sé uppseld og áskiljum við þá okkur rétt til að láta kaupin ganga til baka. Við munum láta þig vita um hvort vara sé til fyrir lok vinnudags, um helgar gæti þurft að bíða til næsta virka dags. Ef þú vilt frá svar sem fyrst mælum við með að hringja í okkur í síma 551-3366 á opnunartíma og við getum athugað stöðu á lager.  

Vöruverð með vsk er sett við hverja vöru sem er á heimasíðu okkar.

Vert er að athuga öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskiljum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð gefið upp.

Persónuvernd:

GOTT ÁR/MISTY kt. 560404-2630 geymir þær upplýsingar um þig sem þú treystir okkur fyrir og á meðan þér hentar það. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.Þeim er eingöngu ætlað að auðvelda okkur að þjóna þér betur. Ef þú hefur spurningar erum við til svars í síma 551-3366.

Við munum nota þessar upplýsingar til að:
1. Að fletta þér upp þegar þarf að finna stærð
2. Við munum senda þér upplýsingar (hafir þú óskað eftir því og skilið
þess vegna eftir netfang).
3. Við munum láta þig vita fyrsta ef eitthvað sérstakt er í gangi hjá okkur svo sem sérstök tilboð eða annað þessháttar.

Óskir þú eftir því að við strikum út þínar upplýsingar er auðvelt að hafa samband í síma 551-3366 eða á netfang misty@misty.is og við munum framkvæma það eins fljótt og auðið er.

Hvað ertu persónuverndarupplýsingar? Lesa meira

Afhending vöru:

Vara er afhent í verslun okkar að Laugavegi 178, 105 Reykjavík. Flutningsaðili er Íslandspóstur og sendingarkostnaður er samkvæmt gjaldskrá póstsins. Við nýtum einnig þjónustu Dropp þar er kostnaðurinn 990kr og 750 á höfuðborgarsvæðinu. Stendur til boða að fá afhent heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu fyrir kr.750kr. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 18.000kr eða meira.

Okkar ábyrgð:

Ef upp kemur galli í vöru reynum eftir fremsta megni að laga tilgreinda vöru. Ef ekki er hægt að laga býðst ný vara í staðinn, innleggsnóta eða endurgreiðsla sé þess óskað. Þegar við á, greiðum við allan sendingarkostnað.

Merkingar:

Við hvetjum viðskiptavini að kynna sér einstaklega vel þvottamerkingar á fatnaðinum, efnablöndu og annað sem kann að skipta hann máli. Við ábyrgjumst ekki slæma meðferð á fatnaði og bendum því á sérstakar þvottamerkingar sem eru inni í öllum flíkum. 

Undirföt eru oft úr sérstaklega fíngerðum efnum sem er nauðsynlegt að fara vel með ef flíkin á að endast. Við mælum alltaf með að brjóstahaldarar séu handþvegnir eða í þvottavél í netapoka alveg án vindu. Bendum á að ullar- og silkiprógram er með vindu. 

Lög um varnarþing:

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur GOTT ÁR/Misty ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.