Skvísukvöld Misty – ATH ÞAÐ ER FULLT Á KVÖLDIÐ, TÖKUM EKKI VIÐ FLEIRI SKRÁNINGUM :*

Fimmtudaginn 21.október höfum við ákveðið að vera með „Sip & Shop“ kvöld fyrir nokkrar heppnar! Búbblur og snarl verður á boðstólum á meðan þið skoðið og mátið.

Við fáum til okkar hina æðislegu Bobbie Michelle sem hefur sést á instagramminu okkar nýverið. Hún ætlar vera kennslu í sjálfstrausti og mögulega einhver Burlesque spor.

Við undirfata sérfræðingarnir verðum að sjálfsögðu til taks fyrir mælingar og mátanir og 20% afsláttur veittur af ÖLLU í versluninni.

Allir sem mæta fá happdrættismiða og vinningshafar verða tilkynntir daginn eftir á Snapchat og Instagram daginn eftir, svo fylgstu vel með.

Happdrættisvinningarnir koma frá gjafmildum aðilum sem vildu hjálpa okkur að gera happdrættið sérstaklega djúsí fyrir ykkur. Fyrirtækin eru: Cocos tískuverslun, Spa of Iceland, Gossip hár, Beauty Rósir, Fótaaðgerðastofa Rósu og Punk veitingastaður. Að sjálfsögðu einn veglegur frá okkur líka 😀

Við höfum ákveðið að takmarka fjöldan við 50 manns að þessu sinni. Endilega skráðu þig og njóttu með okkur, við erum mjög spenntar að halda svona kvöld sem verður vonandi eitt af mörgum.

Mæting 18:30 og við verðum að í c.a 2 tíma, leyfum stemningunni að ráða 😉

SJÁUMST ÞÁ!