Um okkur

Við í Misty leggjum mikla áherslu á góða og persónulega þjónustu. Helst viljum við fylgja viðskiptavinum okkar alveg í gegnum mátunarferlið til að tryggja að brjósthaldarastærðin sé alveg rétt.

Markmiðið okkar er að eiga undirföt sem henta öllum konum og sérhæfum okkur í stærðum sem erfitt er að fá. Til að tryggja að viðskiptavinir okkar fái það nýjasta og flottasta, förum við árlega á sýningar erlendis til að hitta birgjana okkar, skoða efnin og velja úr. Við sendum hvert á land sem er, fyrir ykkur sem komast ekki í verslun okkar á Laugavegi 178.

Virka daga: kl 10 – 18
Laugardaga: kl 10-14
Sunnudagar: LOKAÐ

Laugavegur 178
101 Reykjavík
Sími: 551-3366
Netfang: misty@misty.is

Saga Misty

Bjarma Didriksen opnaði Misty 1981, hún fékk hugmyndina því hún var sjálf alltaf í vandræðum að finna á sig rétta stærð. Þann 19. október 2002 brann verslunin þar sem hún var staðsett á Laugavegi 40.

Bjarma fann mikið fyrir að Misty var sárt saknað og ákváð hún ásamt og systur sinni, Rúnu Didriksen að opna aftur. Árið 2004 opuðu þær í litlu skrifstofurými í Borgartúni og síðan þá hafa þær stækkað verslunina tvisvar sinnum. Margt hefur breyst síðan Misty leit fyrst dagsins ljós en áherslan var alltaf (og mun alltaf vera) að eiga stærðir á allar konur, góð snið og fallega haldara.

Vertu á skrá

Undir lok ársins 2012 byrjuðum við að skrá þær konur sem vilja. Þetta gerum við svo þið þurfið ekki að muna neinar stærðir, svo er þetta sérstaklega þægilegt fyrir ykkur sem eigið heima úti á landi þegar þið vijið fá sent.

Við skráum hjá okkur nafn, kennitölu, símanúmer og netfang og auðvitað það sem keypt er. Við mælum með að láta ykkar fólk vita að þið séuð á skrá hjá okkur til að auðvelda þeim sem eru í gjafa hugleiðingum.